West Ham datt óvænt út í Rúmeníu | Ragnar og félagar komust áfram 6. ágúst 2015 20:15 Adrian getur sett vegabréfið aftur niður í skúffuna. Það verða engin Evrópuævintýri í ár hjá West Ham. Vísir/Getty Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram) Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira