Viðskipti erlent

Obstfeld nýr aðalhagfræðingur AGS

Atli Ísleifsson skrifar
Maurice Obstfeld, hér ásamt Haruhiko Kuroda, seðlabankastjóra Japans.
Maurice Obstfeld, hér ásamt Haruhiko Kuroda, seðlabankastjóra Japans. Vísir/AFP
Maurice Obstfeld hefur verið skipaður nýr aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur við stöðunni af Olivier Blanchard.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greindi frá skipuninni fyrr í dag.

Obstfeld, sem hefur verið einn nánasti efnahagsráðgjafi Barack Obama Bandaríkjaforseta, tekur við stöðunni þann 8. september næstkomandi.

Blanchard tók við stöðu aðalhagfræðings árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×