Kristófer Acox er skráður í æfingahóp íslenska landsliðsins í körfubolta, en liðið hóf æfingar fyrir EM í Ásgarði í Garðabæ í dag.
Kristófer, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, gaf það út í mánuðinum að hann gæfi ekki kost á sér vegna anna í skólanum.
„Það sem ég hef heyrt er að skólinn vill ekki að hann missi af þremur vikum. Ég veit ekki alveg hvernig þetta stendur en við erum í sambandi við hann og erum að reyna að finna lausn á málinu,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, við Vísi á æfingu liðsins í dag.
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, sem einnig spilar í bandaríska háskólaboltanum, gefur ekki kost á sér heldur þrátt fyrir að vera skráður í æfingahópinn.
„Elvar ákvað að taka skólann fram yfir,“ sagði Pedersen, en þessi öflugi bakvörður var að skipta um skóla eftir ársdvöl í Brooklyn.
Haldið í vonina með Kristófer | Elvar Már gefur ekki kost á sér
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



