Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 18:43 Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“ Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira
Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00