Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 09:15 Craig Pedersen stýrir æfingu landsliðsins í gær. vísir/andri marinó „Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
„Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira