Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 09:15 Craig Pedersen stýrir æfingu landsliðsins í gær. vísir/andri marinó „Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn