Forstjóri Toshiba hættur vegna bókhaldssvika Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 10:23 Hisao Tanaka, fyrrverandi forstjóri Toshiba, hafði starfað hjá fyrirtækinu frá því snemma á 8. áratugnum. vísir/epa Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira