Vill að reynt verði að ná sátt um úrskurð gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2015 19:48 Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson. Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson.
Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04
Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15