Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2015 17:37 Bill og Melinda Gates. Vísir/Getty Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X.CNN segir frá skýrslunni og kemur þar fram að hjónin séu metin á 85,7 milljarða Bandaríkjadala. Bill Gates hætti í námi sínu við Harvard-háskóla á áttunda áratugnum til þess að stofna tölvufyrirtækið Microsoft og var framkvæmdastjóri þess um árabil. Á síðasti árum hefur hann ásamt eiginkonu sinni einbeitt sér að mannúðarmálum. Hjónin Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote eru í öðru sæti listans, metin á 70,7 milljarða Bandaríkjadala, en þau auðguðust eftir að hafa stofnað tískuvöruverslunina Zara árið 1975. Bandaríski auðjöfurinn Warren Buffett og eiginkona hans, Astrid Menks, eru í þriðja sæti listans, en þau eru metin á 65 milljarða Bandaríkjadala. Tíu auðugustu pör heims:Bill og Melinda Gates (85,7 milljarða Bandaríkjadala)Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote (70,7 milljarða Bandaríkjadala)Warren Buffett og Astrid Menks (65 milljarða Bandaríkjadala)David Koch, bandarískur viðskiptamaður, og Julia Koch (47,5 milljarða Bandaríkjadala)Charles Koch, forstjóri Koch-samsteypunnar og Elizabeth Koch (47,4 milljarða Bandaríkjadala)Wang Jianlin, kínverskur fasteignamógúll og Lin Ning (40,7 milljarða Bandaríkjadala)Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mackenzie Bezos, (39,8 milljarða Bandaríkjadala)Bernard Arnault, franskir viðskiptamaður Helene Mercier (38,7 milljarða Bandaríkjadala)Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og Priscilla Chan (38,5 milljarða Bandaríkjadala)Jim Waltaon, yngsti sonur stofnanda Wal-Mart og Lynne Walton (36,2 milljarða Bandaríkjadala) Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X.CNN segir frá skýrslunni og kemur þar fram að hjónin séu metin á 85,7 milljarða Bandaríkjadala. Bill Gates hætti í námi sínu við Harvard-háskóla á áttunda áratugnum til þess að stofna tölvufyrirtækið Microsoft og var framkvæmdastjóri þess um árabil. Á síðasti árum hefur hann ásamt eiginkonu sinni einbeitt sér að mannúðarmálum. Hjónin Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote eru í öðru sæti listans, metin á 70,7 milljarða Bandaríkjadala, en þau auðguðust eftir að hafa stofnað tískuvöruverslunina Zara árið 1975. Bandaríski auðjöfurinn Warren Buffett og eiginkona hans, Astrid Menks, eru í þriðja sæti listans, en þau eru metin á 65 milljarða Bandaríkjadala. Tíu auðugustu pör heims:Bill og Melinda Gates (85,7 milljarða Bandaríkjadala)Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote (70,7 milljarða Bandaríkjadala)Warren Buffett og Astrid Menks (65 milljarða Bandaríkjadala)David Koch, bandarískur viðskiptamaður, og Julia Koch (47,5 milljarða Bandaríkjadala)Charles Koch, forstjóri Koch-samsteypunnar og Elizabeth Koch (47,4 milljarða Bandaríkjadala)Wang Jianlin, kínverskur fasteignamógúll og Lin Ning (40,7 milljarða Bandaríkjadala)Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mackenzie Bezos, (39,8 milljarða Bandaríkjadala)Bernard Arnault, franskir viðskiptamaður Helene Mercier (38,7 milljarða Bandaríkjadala)Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og Priscilla Chan (38,5 milljarða Bandaríkjadala)Jim Waltaon, yngsti sonur stofnanda Wal-Mart og Lynne Walton (36,2 milljarða Bandaríkjadala)
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira