Kvennakvótinn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2015 14:00 Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsti því yfir í helgarblaði Fréttablaðsins að hann teldi hugmyndir um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum úr kvikmyndasjóði skynsamlegar. Hann ætlar að skoða þær alvarlega. Baltasar Kormákur, sem er flestum kunnur af verkum sínum í kvikmyndaiðnaðinum, viðraði þessar hugmyndir síðar í föstudagsviðtali blaðsins. Hann sagði það grundvallaratriði að ríkið tæki frumkvæði og hvetti einkafyrirtækin til þess að framleiða meira efni eftir konur. Verulega hefur hallað á konur innan kvikmyndageirans. Þannig var engin kona leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Staðan hefur verið mikið rædd að undanförnu, bæði innan kvikmyndageirans sjálfs og almennt í samfélaginu. Ekki er að sjá annað en að róið sé að því öllum árum að bæta þessa stöðu. Það er enda þörf á því. Rétt eins og menningarmálaráðherrann segir, það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Konur í greininni hafa kallað hátt eftir breytingum og stuðningi. Dögg Mósesdóttir, formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, sagði stöðuna mjög vandræðalega í samtali við Fréttablaðið fyrr á þessu ári. Valdastrúktúrinn í greininni viðhéldi ástandinu og flestir væru blindir á þennan strúktúr. Þannig væri það skilyrði að styrkþegar frá Kvikmyndamiðstöð störfuðu í greininni. Meirihluti þeirra sem þar starfa eru karlar og því augljóslega litlar líkur á að konur hljóti styrki. Dögg kallaði eftir pressu að ofan og taldi lausnina mögulega felast í kynjakvóta. Baltasar var í föstudagsviðtalinu ekki aðeins með meiningar um að stefna þyrfti að frekari aðkomu kvenna í kvikmyndagerð, heldur lagði hann beinlínis til aðferðina. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. Þetta verði gert næstu fimm árin, þannig að um væri að ræða tímabundna aðgerð. Ráðherra segir að huga þurfi að útfærslum, það eitt og sér að bæta við fjármagni sé ekki nóg. „Það skiptir máli að fyrirtækin sem starfa í greininni nýti sér þá fjármuni og ýti áfram konum, opni fyrir þær tækifærin. Það er ekki bara ríkið sem getur gert það, en við getum sannarlega hvatt til þess,“ segir Illugi. Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður spyr í blaðinu í dag hvort Baltasar og Illugi meini það sem þeir segi. Það er aðeins ein leið fyrir þá félaga að sýna að þeir séu menn orða sinna; með því að afhenda konum í kvikmyndagerð sinn skerf næstu fimm árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsti því yfir í helgarblaði Fréttablaðsins að hann teldi hugmyndir um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum úr kvikmyndasjóði skynsamlegar. Hann ætlar að skoða þær alvarlega. Baltasar Kormákur, sem er flestum kunnur af verkum sínum í kvikmyndaiðnaðinum, viðraði þessar hugmyndir síðar í föstudagsviðtali blaðsins. Hann sagði það grundvallaratriði að ríkið tæki frumkvæði og hvetti einkafyrirtækin til þess að framleiða meira efni eftir konur. Verulega hefur hallað á konur innan kvikmyndageirans. Þannig var engin kona leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Staðan hefur verið mikið rædd að undanförnu, bæði innan kvikmyndageirans sjálfs og almennt í samfélaginu. Ekki er að sjá annað en að róið sé að því öllum árum að bæta þessa stöðu. Það er enda þörf á því. Rétt eins og menningarmálaráðherrann segir, það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Konur í greininni hafa kallað hátt eftir breytingum og stuðningi. Dögg Mósesdóttir, formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, sagði stöðuna mjög vandræðalega í samtali við Fréttablaðið fyrr á þessu ári. Valdastrúktúrinn í greininni viðhéldi ástandinu og flestir væru blindir á þennan strúktúr. Þannig væri það skilyrði að styrkþegar frá Kvikmyndamiðstöð störfuðu í greininni. Meirihluti þeirra sem þar starfa eru karlar og því augljóslega litlar líkur á að konur hljóti styrki. Dögg kallaði eftir pressu að ofan og taldi lausnina mögulega felast í kynjakvóta. Baltasar var í föstudagsviðtalinu ekki aðeins með meiningar um að stefna þyrfti að frekari aðkomu kvenna í kvikmyndagerð, heldur lagði hann beinlínis til aðferðina. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. Þetta verði gert næstu fimm árin, þannig að um væri að ræða tímabundna aðgerð. Ráðherra segir að huga þurfi að útfærslum, það eitt og sér að bæta við fjármagni sé ekki nóg. „Það skiptir máli að fyrirtækin sem starfa í greininni nýti sér þá fjármuni og ýti áfram konum, opni fyrir þær tækifærin. Það er ekki bara ríkið sem getur gert það, en við getum sannarlega hvatt til þess,“ segir Illugi. Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður spyr í blaðinu í dag hvort Baltasar og Illugi meini það sem þeir segi. Það er aðeins ein leið fyrir þá félaga að sýna að þeir séu menn orða sinna; með því að afhenda konum í kvikmyndagerð sinn skerf næstu fimm árin.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun