Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima 28. júlí 2015 19:05 Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira