Mundi ekki hvaða ár var Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þorvaldur kastaði upp í búningsklefanum í hálfleik. vísir/stefán „Ég man ekkert eftir þessum leik. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið á KR-vellinum,“ segir dómarinn Þorvaldur Árnason en hann fékk heilahristing í leik KR og Breiðabliks á mánudag. „Það síðasta sem ég man fyrir leik var að hafa stoppað á bensínstöð á leið minni á leikinn. Þar fékk ég mér orkudrykk. Næst man ég eftir mér um miðnæturleytið á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á spítala gat ég sagt nafnið mitt en meira var það ekki. Ég mundi ekki einu sinni hvaða ár var.“Óskiljanlegt að ég hafi dæmt Atvikið átti sér stað á 32. mínútu leiksins en þrátt fyrir heilahristinginn kláraði hann að dæma fyrri hálfleikinn og fórst það vel úr hendi. - „Það er óskiljanlegt svona eftir á að hyggja að ég hafi getað dæmt síðasta korterið. Mér skilst að ég hafi gefið gult spjald sem ég man ekkert eftir. Mér finnst það ótrúlegt að ég hafi getað dæmt þessar mínútur,“ segir Þorvaldur en það á sér víst eðlilegar skýringar. „Sjúkraflutningamennirnir sögðu að þegar púlsinn er svona hátt uppi nái maður að halda sönsum. Um leið og hann dettur niður þá koma afleiðingarnar í ljós eins og gerðist þegar ég blés til hálfleiks.“Erlendur Eiríksson var á línunni í fyrri hálfleik en dæmdi þann seinni.vísir/stefánKastaði upp inni í klefa Þorvaldi var orðið óglatt áður en hann blés fyrri hálfleikinn af og hann var ekki fjarri því að kasta upp á leið sinni til búningsherbergja. „Ég var kominn með æluna upp í kok en ég náði inn á salerni áður en ég ældi. Svo datt ég í ruglið inni í klefanum. Ég spurði strákana hvaða kæruleysi þetta væri að við værum ekki farnir í sturtu. Ég hélt að leikurinn væri búinn í hálfleik. Ég spurði svo hvernig leikurinn hefði farið. Þó svo ég sé skrítinn að eðlisfari þá var ég orðinn enn undarlegri þarna,“ segir Þorvaldur og hlær við en hann er afar léttur yfir þessu öllu. „Það er oft talað um að menn sem eru í dómgæslu séu ruglaðir en þetta var kannski aðeins of mikið. Það er kostur á KR-vellinum að þar er bráðatæknir. Hann skoðaði mig og hringdi í kjölfarið á sjúkrabíl.“ Dómarinn á að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Má helst ekkert hreyfa sig. Eftir þessar tvær vikur verður hann svo skoðaður aftur. „Ég verð nú að hryggja ykkur með því að það eru allar líkur á því að ég dæmi meira í sumar,“ segir Þorvaldur og hlær sem fyrr. Þó svo hann taki óhappinu vel er þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann meiddist og engum datt í hug að grípa inn í og athuga hvort það væri í lagi með hann. „Það eru mjög sterkar verklagsreglur í fótboltanum um hvernig við eigum að snúa okkur ef leikmaður verður fyrir höfuðmeiðslum. Það gleymdist að hugsa fyrir slíku hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og bendir á að það sé í raun lukka að leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl með hann í þessu ástandi.Þorvaldur gefur Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks, gula spjaldið.vísir/stefánÞarf að skoða verklagsreglurnar „Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf hefði verið algjörlega út úr korti? Hvað á að gera í því? Hvað ef ég hefði dæmt víti upp úr þurru sem enginn hefði skilið neitt í? Hvernig ætla menn að snúa sér í því? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem menn verða að skoða núna.“ Ekki er vitað til þess að annar dómari í heiminum hafi dæmt leik með heilahristing eins og Þorvaldur. „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað skuli gera í þessum málum. Hver á að taka ákvörðun um að stöðva leikinn þegar dómarinn er ekki í neinu ástandi til þess að stöðva hann sjálfur? Hver á að meta þetta og taka í taumana? Þetta þarf að skoða úti um allan heim.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Ég man ekkert eftir þessum leik. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið á KR-vellinum,“ segir dómarinn Þorvaldur Árnason en hann fékk heilahristing í leik KR og Breiðabliks á mánudag. „Það síðasta sem ég man fyrir leik var að hafa stoppað á bensínstöð á leið minni á leikinn. Þar fékk ég mér orkudrykk. Næst man ég eftir mér um miðnæturleytið á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á spítala gat ég sagt nafnið mitt en meira var það ekki. Ég mundi ekki einu sinni hvaða ár var.“Óskiljanlegt að ég hafi dæmt Atvikið átti sér stað á 32. mínútu leiksins en þrátt fyrir heilahristinginn kláraði hann að dæma fyrri hálfleikinn og fórst það vel úr hendi. - „Það er óskiljanlegt svona eftir á að hyggja að ég hafi getað dæmt síðasta korterið. Mér skilst að ég hafi gefið gult spjald sem ég man ekkert eftir. Mér finnst það ótrúlegt að ég hafi getað dæmt þessar mínútur,“ segir Þorvaldur en það á sér víst eðlilegar skýringar. „Sjúkraflutningamennirnir sögðu að þegar púlsinn er svona hátt uppi nái maður að halda sönsum. Um leið og hann dettur niður þá koma afleiðingarnar í ljós eins og gerðist þegar ég blés til hálfleiks.“Erlendur Eiríksson var á línunni í fyrri hálfleik en dæmdi þann seinni.vísir/stefánKastaði upp inni í klefa Þorvaldi var orðið óglatt áður en hann blés fyrri hálfleikinn af og hann var ekki fjarri því að kasta upp á leið sinni til búningsherbergja. „Ég var kominn með æluna upp í kok en ég náði inn á salerni áður en ég ældi. Svo datt ég í ruglið inni í klefanum. Ég spurði strákana hvaða kæruleysi þetta væri að við værum ekki farnir í sturtu. Ég hélt að leikurinn væri búinn í hálfleik. Ég spurði svo hvernig leikurinn hefði farið. Þó svo ég sé skrítinn að eðlisfari þá var ég orðinn enn undarlegri þarna,“ segir Þorvaldur og hlær við en hann er afar léttur yfir þessu öllu. „Það er oft talað um að menn sem eru í dómgæslu séu ruglaðir en þetta var kannski aðeins of mikið. Það er kostur á KR-vellinum að þar er bráðatæknir. Hann skoðaði mig og hringdi í kjölfarið á sjúkrabíl.“ Dómarinn á að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Má helst ekkert hreyfa sig. Eftir þessar tvær vikur verður hann svo skoðaður aftur. „Ég verð nú að hryggja ykkur með því að það eru allar líkur á því að ég dæmi meira í sumar,“ segir Þorvaldur og hlær sem fyrr. Þó svo hann taki óhappinu vel er þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann meiddist og engum datt í hug að grípa inn í og athuga hvort það væri í lagi með hann. „Það eru mjög sterkar verklagsreglur í fótboltanum um hvernig við eigum að snúa okkur ef leikmaður verður fyrir höfuðmeiðslum. Það gleymdist að hugsa fyrir slíku hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og bendir á að það sé í raun lukka að leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl með hann í þessu ástandi.Þorvaldur gefur Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks, gula spjaldið.vísir/stefánÞarf að skoða verklagsreglurnar „Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf hefði verið algjörlega út úr korti? Hvað á að gera í því? Hvað ef ég hefði dæmt víti upp úr þurru sem enginn hefði skilið neitt í? Hvernig ætla menn að snúa sér í því? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem menn verða að skoða núna.“ Ekki er vitað til þess að annar dómari í heiminum hafi dæmt leik með heilahristing eins og Þorvaldur. „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað skuli gera í þessum málum. Hver á að taka ákvörðun um að stöðva leikinn þegar dómarinn er ekki í neinu ástandi til þess að stöðva hann sjálfur? Hver á að meta þetta og taka í taumana? Þetta þarf að skoða úti um allan heim.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira