Vísir hitti þennan frábæra bardagakappa, og fyrrum heimsmeistara, að máli á MGM Grand í gær í þeim tilgangi að spyrja hann út í bardaga Gunnars og Brandon Thatch.
Það var ekki ferð til fjár. Það er skemmst frá því að segja að Hendricks vissi ekkert hverjir þeir væru eða hvernig þeir berðust.
Ekki verður þó tekið af kappanum að hann reyndi listilega vel að tala sig frá fáviskunni. Eitt furðulegasta viðtal sem ég hef tekið lengi.
Það má horfa á þetta sérstaka viðtal hér að neðan.
Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.