Segja son sinn hafa verið heilaþveginn Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2015 11:30 Íslamska ríkið birti þessa mynd af Seifeddine Rezgui daginn eftir árásina og sögðu þeir hann hafa verið á þeirra vegum. Vísir/EPA „Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi gert þetta. Hann hélt á byssunni og gekk um svæðið. Hann skaut ekki úr henni. Ég vil vita hver skaut og kom sökinni á hann.“ Þetta segir móðir Seifeddine Rezgui, en hann skaut 38 ferðamenn til bana í Sousse í Túnis fyrir tveimur vikum. Foreldrar hans segja hann hafa verið heilaþveginn og trúa ekki að hann hafi skotið úr byssu sinni. Þau nefna aldrei hverjir heilaþvoðu hann, en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Degi fyrir árásina kom móðir Rezgui að honum að leik við yngri bróður sinn á heimili þeirra. Hún segir hann hafa farið í sturtu og beðið sig um pening þar sem hann væri að fara að hitta vin sinn um kvöldið. Þetta segir móðir hans í viðtali við Sky News.Faðmaði og kyssti móður sína „Hann faðmaði mig, kyssti mig og fór. Það var í síðasta sinn sem ég sá hann. Daginn eftir bankaði lögreglan á hurðina hjá okkur. Við höfðum ekki hugmynd um hvað hefði gerst. Ég trúði þessi ekki. Jafnvel núna, ég sver til guðs, ég trúi ekki að þetta hafi gerst.“ Abdul-Hakim Rezgui, faðir Seifeddine, segir son sinn hafa elskað fótbolta, dans og lestur. Hann var í háskóla og vann á kaffihúsi á kvöldin til að safna sér fyrir áframhaldandi námi í Frakklandi. Þau segja að hann hafi aldrei verið fjarverandi í skólanum síðastliðin fjögur ár. „Fólk segir að hann hafi verið í þjálfun í Líbýu í tvö ár. Hvernig gæti hann hafa verið í þjálfun í Líbýu? Hvernig ætti hann að hafa gert það? Hvað með háskólann? Til ferðamannanna segi ég: Guð blessi þá sem dóu og guð blessi son minn. Hann getur ekki hafa gert þetta. Vondir menn plötuðu hann og guð mun sjá um hann eins og hann á skilið.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær. 27. júní 2015 09:53 Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið Bresk yfirvöld telja miklar líkur á annarri árás. 9. júlí 2015 19:50 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
„Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi gert þetta. Hann hélt á byssunni og gekk um svæðið. Hann skaut ekki úr henni. Ég vil vita hver skaut og kom sökinni á hann.“ Þetta segir móðir Seifeddine Rezgui, en hann skaut 38 ferðamenn til bana í Sousse í Túnis fyrir tveimur vikum. Foreldrar hans segja hann hafa verið heilaþveginn og trúa ekki að hann hafi skotið úr byssu sinni. Þau nefna aldrei hverjir heilaþvoðu hann, en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Degi fyrir árásina kom móðir Rezgui að honum að leik við yngri bróður sinn á heimili þeirra. Hún segir hann hafa farið í sturtu og beðið sig um pening þar sem hann væri að fara að hitta vin sinn um kvöldið. Þetta segir móðir hans í viðtali við Sky News.Faðmaði og kyssti móður sína „Hann faðmaði mig, kyssti mig og fór. Það var í síðasta sinn sem ég sá hann. Daginn eftir bankaði lögreglan á hurðina hjá okkur. Við höfðum ekki hugmynd um hvað hefði gerst. Ég trúði þessi ekki. Jafnvel núna, ég sver til guðs, ég trúi ekki að þetta hafi gerst.“ Abdul-Hakim Rezgui, faðir Seifeddine, segir son sinn hafa elskað fótbolta, dans og lestur. Hann var í háskóla og vann á kaffihúsi á kvöldin til að safna sér fyrir áframhaldandi námi í Frakklandi. Þau segja að hann hafi aldrei verið fjarverandi í skólanum síðastliðin fjögur ár. „Fólk segir að hann hafi verið í þjálfun í Líbýu í tvö ár. Hvernig gæti hann hafa verið í þjálfun í Líbýu? Hvernig ætti hann að hafa gert það? Hvað með háskólann? Til ferðamannanna segi ég: Guð blessi þá sem dóu og guð blessi son minn. Hann getur ekki hafa gert þetta. Vondir menn plötuðu hann og guð mun sjá um hann eins og hann á skilið.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær. 27. júní 2015 09:53 Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið Bresk yfirvöld telja miklar líkur á annarri árás. 9. júlí 2015 19:50 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær. 27. júní 2015 09:53
Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið Bresk yfirvöld telja miklar líkur á annarri árás. 9. júlí 2015 19:50
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32
Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. 27. júní 2015 07:00