Aðdáendur agndofa yfir nýrri stiklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2015 18:17 Vísir/Skjáskot Ný stikla um gerð væntanlegrar Star Wars-myndar, The Force Awakens, var sett á netið í gær og svo virðist vera sem aðdáendur sexleiksins ráði sér vart af spenningi fyrir myndinni. Næstum því 2 milljónir manna hafa horft á myndbandið á þeim liðlega sólarhring sem stiklan hefur verið á netinu og rúmlega 12 þúsund manns hafa deilt því áfram á Twitter. Í stiklunni má sjá á bakvið tjöldin á hinum fjölmörgu tökustöðum myndarinnar, sem meðal annars var tekin upp hér á Íslandi. Tökulið myndarinnar kom til Íslands í apríl og tók upp hluta myndarinnar með aðstoð True North. Að mestu var um að ræða tökur af landslagi sem notaðar eru sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þá eru aðalleikarar myndarinnar einnig teknir tali og ljóst er að þeir skemmtu sér vel við gerð myndarinnar. „Líf mitt er fullkomnað,“ segir Simon Pegg meðal annars. Þessi mynd er sú fyrsta í nýjum þríleik um Stjörnustríðið sem fjallar að miklu leyti um þau Loga Geimgengil, Lilju prinsessu og Han Solo og gerist þrjátíu árum eftir Return of the Jedi. We're going in! A video just revealed at @Comic_Con takes you behind the scenes of #StarWars: TheForceAwakens. #SDCC https://t.co/ASq8xrIKrF— Star Wars (@starwars) July 11, 2015 Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Sjáðu nýja stiklu úr Star Wars 7 Í stiklunni má sjá Han Solo, Chewbaca og það sem virðist vera hettuklæddur Luke Skywalker. 16. apríl 2015 18:37 Hannaði Svarthöfða í Star Wars Myndhöggvarinn Brian Muir, sem búið hefur til búninga fyrir þekktar bíómyndir líkt og Star Wars, er á leið til landsins til að hitta aðdáendur og fara á tónleika. 28. maí 2015 09:00 Íslendingur slær í gegn með nýju Star Wars myndbandi Yfir 35 þúsund manns hafa horft á myndbandið sem Óskar Örn Arnarson tók saman. 17. apríl 2015 15:32 Mynd um yngri ár Han Solo í bígerð Disney tilkynnti í gær að leikstjórar Lego myndarinnar munu leikstýra myndinni. 8. júlí 2015 10:35 Tökulið Star Wars aftur til landsins Hafa nú þegar tekið upp í Mývatnssveit. 16. apríl 2015 15:20 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ný stikla um gerð væntanlegrar Star Wars-myndar, The Force Awakens, var sett á netið í gær og svo virðist vera sem aðdáendur sexleiksins ráði sér vart af spenningi fyrir myndinni. Næstum því 2 milljónir manna hafa horft á myndbandið á þeim liðlega sólarhring sem stiklan hefur verið á netinu og rúmlega 12 þúsund manns hafa deilt því áfram á Twitter. Í stiklunni má sjá á bakvið tjöldin á hinum fjölmörgu tökustöðum myndarinnar, sem meðal annars var tekin upp hér á Íslandi. Tökulið myndarinnar kom til Íslands í apríl og tók upp hluta myndarinnar með aðstoð True North. Að mestu var um að ræða tökur af landslagi sem notaðar eru sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þá eru aðalleikarar myndarinnar einnig teknir tali og ljóst er að þeir skemmtu sér vel við gerð myndarinnar. „Líf mitt er fullkomnað,“ segir Simon Pegg meðal annars. Þessi mynd er sú fyrsta í nýjum þríleik um Stjörnustríðið sem fjallar að miklu leyti um þau Loga Geimgengil, Lilju prinsessu og Han Solo og gerist þrjátíu árum eftir Return of the Jedi. We're going in! A video just revealed at @Comic_Con takes you behind the scenes of #StarWars: TheForceAwakens. #SDCC https://t.co/ASq8xrIKrF— Star Wars (@starwars) July 11, 2015
Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Sjáðu nýja stiklu úr Star Wars 7 Í stiklunni má sjá Han Solo, Chewbaca og það sem virðist vera hettuklæddur Luke Skywalker. 16. apríl 2015 18:37 Hannaði Svarthöfða í Star Wars Myndhöggvarinn Brian Muir, sem búið hefur til búninga fyrir þekktar bíómyndir líkt og Star Wars, er á leið til landsins til að hitta aðdáendur og fara á tónleika. 28. maí 2015 09:00 Íslendingur slær í gegn með nýju Star Wars myndbandi Yfir 35 þúsund manns hafa horft á myndbandið sem Óskar Örn Arnarson tók saman. 17. apríl 2015 15:32 Mynd um yngri ár Han Solo í bígerð Disney tilkynnti í gær að leikstjórar Lego myndarinnar munu leikstýra myndinni. 8. júlí 2015 10:35 Tökulið Star Wars aftur til landsins Hafa nú þegar tekið upp í Mývatnssveit. 16. apríl 2015 15:20 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sjáðu nýja stiklu úr Star Wars 7 Í stiklunni má sjá Han Solo, Chewbaca og það sem virðist vera hettuklæddur Luke Skywalker. 16. apríl 2015 18:37
Hannaði Svarthöfða í Star Wars Myndhöggvarinn Brian Muir, sem búið hefur til búninga fyrir þekktar bíómyndir líkt og Star Wars, er á leið til landsins til að hitta aðdáendur og fara á tónleika. 28. maí 2015 09:00
Íslendingur slær í gegn með nýju Star Wars myndbandi Yfir 35 þúsund manns hafa horft á myndbandið sem Óskar Örn Arnarson tók saman. 17. apríl 2015 15:32
Mynd um yngri ár Han Solo í bígerð Disney tilkynnti í gær að leikstjórar Lego myndarinnar munu leikstýra myndinni. 8. júlí 2015 10:35
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein