Þungi sögunnar hvílir á Þýskalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 13:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands Vísir/Epa Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín. Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín.
Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34