Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 07:09 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja. Vísir/AFP Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu. Grikkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu.
Grikkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira