Erlent

Ungverjar reisa girðingu á landamærum

Atli Ísleifsson skrifar
Girðingin á að vera fjögurra metra há.
Girðingin á að vera fjögurra metra há. Vísir/AFP
Ungverski herinn hefur hafið störf við að reisa umdeilda girðingu á landamærum Ungverjalands og Serbíu til að draga úr straumi flóttamanna inn til landsins.

Ungverska fréttastofan MTI greinir frá því að vinna hafi byrjað í útjaðri borgarinnar Morahalom í morgun þar sem jarðýtur voru notaðar við undirbúningsvinnu.

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, hefur áður sagt að girðingin eigi að vera fjögurra metra há og skuli reist á átta til tíu stöðum, þar sem flóttamenn hafa einna helst haldið yfir landamærin.

Fyrirhuguð girðing hefur verið mikið gagnrýnd, en áætlað er að um 80 þúsund nýir innflytjendur og flóttamenn hafi komið til Ungverjalands það sem af er ári. Um áttatíu prósent af þeim koma frá stríðshrjáðum löndum á borð við Sýrlandi, Írak og Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×