Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:44 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. vísir/pjetur „Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41