Körfubolti

Þjálfarasonurinn fær nýjan samning hjá Clippers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Doc Rivers lætur son, Austin, sinn heyra það.
Doc Rivers lætur son, Austin, sinn heyra það. vísir/getty
Los Angeles Clippers hefur endursamið við bakvörðinn Austin Rivers.

Rivers, sem er 22 ára, er sonur þjálfara Clippers, Doc Rivers, en pabbinn er einnig yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu.

Rivers kom til Clippers í janúar frá New Orleans Pelicans og lék 41 leik með liðinu í deildarkeppninni. Þjálfarasonurinn var með 7,1 stig, 2,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Í úrslitakeppninni var Rivers með 8,4 stig, 1,7 fráköst og 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Clippers féll úr leik fyrir Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Þá samdi Clippers einnig við miðherjann Cole Aldrich. Hann kemur frá New York Knicks þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Aldrich hefur aðallega verið varaskeifa á sex ára ferli sínum í NBA en honum er ætlað að vera varamaður fyrir DeAndre Jordan hjá Clippers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×