Gunnar Nelson vann um helgina magnaðan sigur á Brandon Thatch í Las Vegas eftir hafa hengt hann strax í fyrstu lotu.
MMAfréttir.is er með frábæra greiningu á bardaganum sem sýnir hvernig Gunnar nýtti sér veikleika Thatch til að landa tveimur þuggum á hann sem kom honum niður í gólfið. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Gunnar.
„Hann skiptir um [fóta]stöður mjög mikið og þarna er hann hann akkúrat búinn að skipta um stöðu. Oft eru menn ekki alveg tilbúnir þegar þeir skipta um stöðu,“ sagði Gunnar í viðtali við síðuna.
„Ég tók vinstri krókinn fyrst til að ná honum úr jafnvægi. Síðan kom hægri beint á eftir og setti hann niður.“
Notandi á Reddit.com birti greiningu á bardaga Gunnars sem styður mál hans fullkomleg og sýnir hversu klókur Gunnar var að læra inn á hegðun Thatch og nýta sér tækifærið þegar það gafst.
Smelltu á frétt mmafrétta.is til að sjá greininguna nánar en hér fyrir ofan má sjá bardagann í heild sinni.
Svona las Gunnar veikleika Thatch
Tengdar fréttir

Verður þetta næsti andstæðingur Gunnars?
Stephen Thompson áhugasamur um að mæta Gunnari í Dyflinni í október.

Gunnar upp um fjögur sæti á styrkleikalista UFC
Gunnar Nelson er kominn upp í 11. sætið á styrkleika UFC í veltivigt.

Gunnar Nelson fékk tæpar átta milljónir króna fyrir bardagann
Gunnar Nelson fékk tæpar átta milljónir fyrir bardagann gegn Brandon Thatch á laugardaginn.

Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari
Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas.