„Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 11:25 Þorsteinn Már í leik með KR. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Ragnarsson gæti verið á leið frá KR eins og áður hefur verið fjallað um en forráðamenn Breiðabliks vonast til að klófesta kappann. Opnað var fyrir félagaskipti í íslenskum fótbolta í dag og gæti því verið von á tíðindum af þessu máli á næstu dögum eða vikum. „Við viljum fá hann og vonumst til að það gerist eitthvað í því,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik fékk á sínum tíma leyfi til að ræða við Þorstein Má, eins og önnur félög að sögn Eysteins Péturs. „En nú er markaðurinn opinn og við erum að skoða þessi mál. Þorsteinn Már er að einbeita sér að verkefni sínu með KR í Evrópukeppninni,“ sagði Eysteinn enn fremur en KR mætir norska liðinu Rosenborg í forkeppni Evrópudeildar UEFA annað kvöld. Fullyrt hefur verið að Þorsteinn Már sé búinn að ákveða sig og að hann ætli að semja við Kópavogsliðið, sem þarf á framherja að halda. „Hann er mjög spenntur fyrir Breiðabliki. Við fengum að vita það og vonum auðvitað að hann velji Breiðablik. Við viljum styrkja okkur fram á við og höfum lagt áherslu á að fá Þorstein Má. Við munum skoða aðra möguleika ef það tekst ekki.“ Eins og frægt er var Kristján Flóki Finnbogason nálægt því að semja við Breiðablik fyrir tímabilið en hann valdi svo að ganga til liðs við FH. Ekki náðist í Þorstein Má við vinnslu fréttarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Vonandi var þetta ekki síðasti leikur Þorsteins fyrir KR Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. 12. júlí 2015 22:17 Arnar: Myndi fara frá KR í sporum Þorsteins Staða Þorsteins Más Ragnarsson var til umræðu í Pepsi-mörkunum. 14. júlí 2015 14:30 Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum? Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. 15. júlí 2015 07:00 Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Framherji KR segist ósáttur við sína stöðu hjá liðinu en er ekki ákveðinn í að fara þegar glugginn opnar. 29. júní 2015 15:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Þorsteinn Már Ragnarsson gæti verið á leið frá KR eins og áður hefur verið fjallað um en forráðamenn Breiðabliks vonast til að klófesta kappann. Opnað var fyrir félagaskipti í íslenskum fótbolta í dag og gæti því verið von á tíðindum af þessu máli á næstu dögum eða vikum. „Við viljum fá hann og vonumst til að það gerist eitthvað í því,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik fékk á sínum tíma leyfi til að ræða við Þorstein Má, eins og önnur félög að sögn Eysteins Péturs. „En nú er markaðurinn opinn og við erum að skoða þessi mál. Þorsteinn Már er að einbeita sér að verkefni sínu með KR í Evrópukeppninni,“ sagði Eysteinn enn fremur en KR mætir norska liðinu Rosenborg í forkeppni Evrópudeildar UEFA annað kvöld. Fullyrt hefur verið að Þorsteinn Már sé búinn að ákveða sig og að hann ætli að semja við Kópavogsliðið, sem þarf á framherja að halda. „Hann er mjög spenntur fyrir Breiðabliki. Við fengum að vita það og vonum auðvitað að hann velji Breiðablik. Við viljum styrkja okkur fram á við og höfum lagt áherslu á að fá Þorstein Má. Við munum skoða aðra möguleika ef það tekst ekki.“ Eins og frægt er var Kristján Flóki Finnbogason nálægt því að semja við Breiðablik fyrir tímabilið en hann valdi svo að ganga til liðs við FH. Ekki náðist í Þorstein Má við vinnslu fréttarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Vonandi var þetta ekki síðasti leikur Þorsteins fyrir KR Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. 12. júlí 2015 22:17 Arnar: Myndi fara frá KR í sporum Þorsteins Staða Þorsteins Más Ragnarsson var til umræðu í Pepsi-mörkunum. 14. júlí 2015 14:30 Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum? Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. 15. júlí 2015 07:00 Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Framherji KR segist ósáttur við sína stöðu hjá liðinu en er ekki ákveðinn í að fara þegar glugginn opnar. 29. júní 2015 15:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Bjarni: Vonandi var þetta ekki síðasti leikur Þorsteins fyrir KR Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. 12. júlí 2015 22:17
Arnar: Myndi fara frá KR í sporum Þorsteins Staða Þorsteins Más Ragnarsson var til umræðu í Pepsi-mörkunum. 14. júlí 2015 14:30
Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum? Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. 15. júlí 2015 07:00
Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Framherji KR segist ósáttur við sína stöðu hjá liðinu en er ekki ákveðinn í að fara þegar glugginn opnar. 29. júní 2015 15:15