Davíð Þór um leikinn gegn Inter Baku: Á pappírnum ættu þeir að vera sterkari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 14:30 Davíð Þór og félagar þurfa að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum fyrir erfitt ferðalag til Aserbaísjan. vísir/stefán Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43
Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24
Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00