Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 16. júlí 2015 11:30 Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00