Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 00:01 Anítu tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann fyrir tveimur árum. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04