Óli Þórðar: Það er stór hátíð í Víkinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:23 Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira