Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 18:05 Vinningstillagan hefur sætt nokkurri gagnrýni. Vísir Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“ Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“
Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira