"Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 23:38 Grískir nei-liðar hafa fagnað í kvöld. Vísir/EPA Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar. Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar.
Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31