Ekki hægt að sætta sig við þolanlegt flugöryggi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júlí 2015 19:30 VISIR/PJETUR Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik. Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik.
Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira