„Kynslóðin mín og þær næstu geta ekki farið í skóla“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 12:00 Kúrdar sem flúðu frá Kobani til Tyrklands nýkomnir yfir landamærin. UNHCR/I. Prickett Fjöldi fólks sem flúið hefur frá Sýrlandi til nágrannaríkja þess er nú í fyrsta sinn kominn yfir fjórar milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið vera það versta sem þeir hafi komið að í 25 ár. Auk þess eru 7,6 milljónir manna á vergangi innan Sýrlands og margir þeirra búa við hættulegar aðstæður. „Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“Flóttamenn frá Kobani flúðu harða bardaga með allar sínar eigur sem þau gátu haldið á.UNHCR/I. PrickettIvra er 13 ára gömul, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem flúðu borgina Kobani þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árás á borgina. Bardagar um Kobani stóðu yfir í margar vikur. Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins. „Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.Meðal þess sem HNCR þarf að draga úr vegna fjárskorts er heilsugæsla.UNHCR/I. PrickettBara í júní flúðu rúmlega 24 þúsund manns til Tyrklands frá borginni Tel Abyad. Um 45 prósent allra flóttamanna frá Sýrlandi halda nú til í Tyrklandi. Í heildina eru um 1,8 milljónir í Sýrlandi, 1,2 í Líbanon, 630 þúsund í Jórdaníu, 250 þúsund í Írak, 132 þúsund í Egyptalandi og um 24 þúsund annarsstaðar í Norður-Afríku. Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.Hinn ellefu ára gamli Mujahid sér um kindur fjölskyldunnar í tjaldborginni sem þau búa í.UNHCR/L. AddarioÞví lengur sem dregst úr átökunum, því minni líkur eru á því að fólk ráði við að snúa aftur heim. Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast. Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.Hér má sjá aðstæður sem flóttafólk býr við. Flóttamenn Tengdar fréttir Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33 ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23 Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00 Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Fjöldi fólks sem flúið hefur frá Sýrlandi til nágrannaríkja þess er nú í fyrsta sinn kominn yfir fjórar milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið vera það versta sem þeir hafi komið að í 25 ár. Auk þess eru 7,6 milljónir manna á vergangi innan Sýrlands og margir þeirra búa við hættulegar aðstæður. „Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“Flóttamenn frá Kobani flúðu harða bardaga með allar sínar eigur sem þau gátu haldið á.UNHCR/I. PrickettIvra er 13 ára gömul, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem flúðu borgina Kobani þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árás á borgina. Bardagar um Kobani stóðu yfir í margar vikur. Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins. „Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.Meðal þess sem HNCR þarf að draga úr vegna fjárskorts er heilsugæsla.UNHCR/I. PrickettBara í júní flúðu rúmlega 24 þúsund manns til Tyrklands frá borginni Tel Abyad. Um 45 prósent allra flóttamanna frá Sýrlandi halda nú til í Tyrklandi. Í heildina eru um 1,8 milljónir í Sýrlandi, 1,2 í Líbanon, 630 þúsund í Jórdaníu, 250 þúsund í Írak, 132 þúsund í Egyptalandi og um 24 þúsund annarsstaðar í Norður-Afríku. Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.Hinn ellefu ára gamli Mujahid sér um kindur fjölskyldunnar í tjaldborginni sem þau búa í.UNHCR/L. AddarioÞví lengur sem dregst úr átökunum, því minni líkur eru á því að fólk ráði við að snúa aftur heim. Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast. Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.Hér má sjá aðstæður sem flóttafólk býr við.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33 ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23 Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00 Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30
Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15
Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33
ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23
Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00
Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29