Söngvarinn tjaslaði varnarjaxlinum saman | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 22:40 Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10