Íslenski boltinn

Hewson frá næstu vikurnar vegna fótbrots

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sam Hewson verður frá næstu átta vikurnar.
Sam Hewson verður frá næstu átta vikurnar. vísir/ernir
Sam Hewson, miðjumaður FH, leikur ekki með liðinu næstu átta vikurnar vegna fótbrots. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hewson lék sjö fyrstu leiki FH í Pepsi-deildinni en hann meiddist í leiknum gegn Víkingi í 7. umferð og hefur ekki spilað síðan þá.

Hewson kom til FH frá Fram fyrir síðasta tímabil og hefur síðan þá leikið 29 leiki fyrir Fimleikafélagið í deild og bikar.

FH-ingar geta þó huggað sig við það að bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er byrjaður að æfa á ný eftir meiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn KR í 1. umferðinni.

FH er með eins stigs forskot á Breiðablik á toppi Pepsi-deildarinnar þegar níu umferðir eru búnar af mótinu.


Tengdar fréttir

Heimir: Eins og boltinn væri eldhnöttur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ræddi við blaðamenn eftir að FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Kassim: Veit ekki hvert ég var að hlaupa

Kassim Doumbia, miðvörður FH, var glaðbrosandi þegar hann spjalla við blaðamenn eftir leikinn enda nýbúinn að tryggja sínum mönnum eitt stig. FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í toppslag Pepsi-deildar karla í kvöld.

Fær Doumbia sömu meðferð og Rooney?

"Ég skoða mál Doumbia síðar í dag,“ sagði framkvæmdastjóri KSÍ sem gæti ákveðið að vísa máli Kassim Doumbia til aganefndar.

Köld kveðja frá Kassim í kvöld: „Fuck off“ | Myndband

Kassim Doumbia var hetja FH-inga í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í toppslagnum við Breiðablik með því að jafna metin með skallamarki í uppbótartíma í leik liðanna í 9. umferð Pepsi-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×