Hver er þessi Kristaps Porzingis sem allir í NBA eru að tala um? | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 23:15 Kristaps Porzingis gæti átt framtíðana fyrir sér í NBA. mynd/skjáskot Hver er Kristaps Porzingis? Þetta er spurning sem margir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár. Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig. Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM — ESPN (@espn) June 23, 2015 Jay Bilas, fyrrverandi leikmaður Duke-háskólans og Chad Ford, sérfræðingur í nýliðavalinu, eru sammála um að New York Knicks velji Lettann með fjórða valrétti. Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta. Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina. Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans. Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.Þáttur 1: Hver er Kristaps Porzingis? Þáttur 2: 50 mínútur til að sýna sig NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Hver er Kristaps Porzingis? Þetta er spurning sem margir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár. Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig. Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM — ESPN (@espn) June 23, 2015 Jay Bilas, fyrrverandi leikmaður Duke-háskólans og Chad Ford, sérfræðingur í nýliðavalinu, eru sammála um að New York Knicks velji Lettann með fjórða valrétti. Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta. Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina. Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans. Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.Þáttur 1: Hver er Kristaps Porzingis? Þáttur 2: 50 mínútur til að sýna sig
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira