Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2015 18:30 Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun. Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun.
Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira