Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson. MMA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
„Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson.
MMA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira