Ferðamenn flýja Túnis í þúsundatali Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 19:58 Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32