Lars Lökke Rasmussen nýr forsætisráðherra Danmerkur Samúel Karl Ólason og Sveinn Arnarsson skrifa 28. júní 2015 11:31 Lars Lökke Rasmussen ásamt ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/EPA Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49
Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22