Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 18:30 Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27