Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. júní 2015 22:45 Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“ Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira