Enski boltinn

Serbar náðu í stig | Úrslitaleikur á sunnudag

Serbar töpuðu stórt á Íslandi og það gæti orðið liðinu að falli.
Serbar töpuðu stórt á Íslandi og það gæti orðið liðinu að falli. Vísir/Ernir
Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016.

Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23.

Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex.

Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum.

Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.

Uppfært: Strákarnir komnir á EM

Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð.

Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.

Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan.

Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23.

Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli.

*Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×