Erlent

Eitt mesta ódæði ISIS lítur dagsins ljós

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að allt að 1.700 manns hafi verið myrtir af ISIS við fall Tikrit.
Talið er að allt að 1.700 manns hafi verið myrtir af ISIS við fall Tikrit. Vísir/EPA
Embættismenn í Írak segja að lík nærri 600 manna hafi fundist í fjöldagröfum nærri borginni Tikrit í Írak. Talið er að fjöldi látinna muni jafnvel tvöfaldast þegar fleiri grafir finnast. Hinir látnu voru myrtir af vígamönnum Íslamska ríkisins þegar borgin féll fyrir ári síðan.

Hér má sjá lista yfir helstu atburðina sem átt hafa sér stað frá leiftursókn Íslamska ríkisins inn í Írak.Vísir/GraphicNews
Sjá einnig: Tóku fjölda hermanna af lífi

Nærri borginni var herstöð þar sem vígamennirnir handsömuðu um fjögur þúsund tilvonandi flugmenn í íraska hernum þar sem þeir voru við þjálfun. Þeir voru óvopnaðir, en talið er að vígamennirnir hafi myrt allt að 1.700 þeirra sem voru sjítar.

Fyrir ári síðan voru birt myndbönd sem sýndu vígamenn raða hermönnum upp og skjóta þá niður. Íraski herinn frelsaði Tikrit í byrjun apríl og uppgröfturinn hófst fljótlega eftir það

„Við höfum grafið upp leifar 597 píslarvotta,“ sagði Mohammed al-Bayati, mannréttindaráðherra Írak, á blaðamannafundi í morgun.


Tengdar fréttir

Ár frá falli Mosul

Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak.

Ár undir ógnarstjórn

Um þetta leyti á síðasta ári heyrðu íbúarnir í Mósúl í vopnum vígasveita Íslamska ríkisins í útjaðri borgarinnar. Næstu vikurnar lagði hálf milljón manna á flótta. Vestrænir fjölmiðlar hafa í vikunni birt frásagnir íbúa sem flúðu frá borginni.

Tóku fjölda hermanna af lífi

Öfgahópurinn sem stjórnar stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi birtu í dag myndir af fjöldamorði þeirra á hermönnum í Írak.

Ríkasta hermdarverkasveit í heimi

Óvinsældir stjórnvalda í Írak meðal súnníta í landinu og þrautþjálfaðir hermenn, sem reknir voru úr þjóðarhernum við fall Saddams Hussein, er meðal þess sem getur skýrt skjótan uppgang hinna herskáu ISIS-manna, að mati átakafræðings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×