Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:50 Leikmenn Golden State Warriors um leið og lokaflautið gall. Vísir/Getty Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins