Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Andre Iguodala og Stephen Curry kyssa hér bikarinn. Vísir/Getty Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015 NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015
NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50