Curry: Pabbi fær að upplifa þetta í gegnum mig | Sjáið Curry-fjölskylduna fagna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 14:30 Stephen Curry með dóttur sína eftir að sigurinn var í höfn. Vísir/Getty Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, fagnaði sínum fyrsta NBA-meistaratitli í nótt með alla fjölskyldu sína í kringum sig en skömmu eftir að lokaflautið gall var Curry-fjölskyldan komin öll niður á gólf. Stephen Curry átti frábæra úrslitakeppni en frammistaða hans í lokaúrslitunum, 26,0 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik, var þó ekki nóg til að tryggja honum verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígisins því sú verðlaun fóru til Andre Iguodala. Stephen Curry talaði vel um pabba sinn, Dell Curry, þegar hann var tekinn í viðtal eftir leikinn. Dell Curry var mikil þriggja stiga skytta í NBA-deildinni á sínum tíma. „Ég er í fjölskyldu fyrirtækinu. Þessi sigur er fyrir alla fjölskylduna og þá sérstaklega pabba sem spilaði í sextán ár í þessari deild en náði aldrei að upplifa svona stund. Hann fær nú tækifæri að upplifa þetta í gegnum mig og allt liðið því hann er hluti af hópnum eins og við leikmennirnir," sagði Stephen Curry. Enginn leikmaður Golden State Warriors hafði unnið NBA-titilinn fyrir þessa úrslitakeppni og Golden State liðið varð þar með það fyrsta síðan Chicago Bulls 1990-91 þar sem allir leikmenn verða NBA-meistarar í fyrsta skipti á sama tíma. Stephen Curry skoraði alls 98 þriggja stiga körfur í úrslitakeppninni í ár og bætti gamla metið um 40 körfur en það átti Reggie Miller. Stephen Curry faðmaði eiginkonu sína og tveggja ára dótturina Riley áður en hann faðmaði móður sína, systur, föður og bróður. Þetta var hjartnæm stund eins og sést hér í myndbandinu fyrir neðan. NBA Tengdar fréttir Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. 17. júní 2015 13:30 Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, fagnaði sínum fyrsta NBA-meistaratitli í nótt með alla fjölskyldu sína í kringum sig en skömmu eftir að lokaflautið gall var Curry-fjölskyldan komin öll niður á gólf. Stephen Curry átti frábæra úrslitakeppni en frammistaða hans í lokaúrslitunum, 26,0 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik, var þó ekki nóg til að tryggja honum verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígisins því sú verðlaun fóru til Andre Iguodala. Stephen Curry talaði vel um pabba sinn, Dell Curry, þegar hann var tekinn í viðtal eftir leikinn. Dell Curry var mikil þriggja stiga skytta í NBA-deildinni á sínum tíma. „Ég er í fjölskyldu fyrirtækinu. Þessi sigur er fyrir alla fjölskylduna og þá sérstaklega pabba sem spilaði í sextán ár í þessari deild en náði aldrei að upplifa svona stund. Hann fær nú tækifæri að upplifa þetta í gegnum mig og allt liðið því hann er hluti af hópnum eins og við leikmennirnir," sagði Stephen Curry. Enginn leikmaður Golden State Warriors hafði unnið NBA-titilinn fyrir þessa úrslitakeppni og Golden State liðið varð þar með það fyrsta síðan Chicago Bulls 1990-91 þar sem allir leikmenn verða NBA-meistarar í fyrsta skipti á sama tíma. Stephen Curry skoraði alls 98 þriggja stiga körfur í úrslitakeppninni í ár og bætti gamla metið um 40 körfur en það átti Reggie Miller. Stephen Curry faðmaði eiginkonu sína og tveggja ára dótturina Riley áður en hann faðmaði móður sína, systur, föður og bróður. Þetta var hjartnæm stund eins og sést hér í myndbandinu fyrir neðan.
NBA Tengdar fréttir Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. 17. júní 2015 13:30 Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. 17. júní 2015 13:30
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum