Hjálpar okkur fyrir næsta ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2015 06:00 Hafdís verður í eldlínunni í Búlgaríu um helgina. mynd/gunnlaugur júlíusson „Ferðalagið var langt þannig að við vorum ansi þreytt þegar við mættum hálf tvö í nótt [fyrrinótt],“ segir Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttadrottning frá Akureyri, í samtali við Fréttablaðið um ferðalag íslenska landsliðsins til Stara Zagora í Búlgaríu. Þar hefur landsliðið keppni í 2. deild Evrópumóts landsliða í dag, en Ísland komst upp úr 3. deildinni í fyrra eftir glæsilegan árangur í Georgíu. Hafdís var lykilmaður í því liði og raðaði inn stigum í stökkum sem hlaupum. Hún keppir í boðhlaupum, langstökki og þrístökki fyrir Ísland um helgina. „Veðrið er rosalega gott og allt lítur bara vel út hérna. Hitastigið er flott og svo er sól á köflum. Það fer mjög vel um okkur,“ segir Hafdís um aðstæðurnar, en í fyrra voru þær vart boðlegar í Georgíu.Var svolítið stressuð Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, sá til þess að Ísland getur ekki fallið úr 2. deildinni í ár, en tillaga hans um fjölgun var samþykkt á síðasta þingi evrópska sambandsins. Það var þó löngu kominn tími til enda tólf lið bæði í úrvalsdeildinni og 1. deildinni. „Það er rosalega þægileg tilfinning að vita að við getum ekki fallið niður, jafnt fyrir nýliða sem okkur gamla fólkið,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð fyrir keppninni þegar ég sá hversu sterkir keppendur eru hérna, en það er líka gott að vera með smá stress í sér. Við erum samt öll orðin rólegri.“ Hafdís segir það gera mikið fyrir liðið að geta ekki fallið og keppnin í ár sé góður undirbúningur fyrir 2. deildina að ári. „Vonandi náum við bara að vera með sterkara lið á næsta ári,“ segir Hafdís sem getur látið sig dreyma um að komast á pall í langstökkinu. Hún þarf þó kannski að bæta Íslandsmetið sitt til þess. „Það er bara flott. Maður gerir bara sitt besta með smá pressu á bakinu. Árið byrjar vel hjá mér og vonandi heldur það bara áfram,“ segir Hafdís.Ögrun að taka þátt Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri FRÍ, veit vel hversu erfitt verkefnið er fyrir íslenska liðið enda að keppa á móti stórþjóðum í frjálsíþróttum á borð við Króatíu, Ungverjaland og sterkt lið Dana. „Það er ögrun fyrir okkar fólk að taka þátt í þessu móti. Það eru fáar veikar greinar hjá öðrum þjóðum og okkar veikleikar koma verulega í ljós,“ segir Jónas við Fréttablaðið, en í sumum greinum eins og stangarstökki og hástökki er Ísland mun aftar heldur en keppinautarnir um helgina. „Spjótkastið og 800 metrar kvenna eru okkar sterkustu greinar,“ bætir Jónas við. Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir „eiga“ bæði að vinna spjótkastskeppnina en þau eiga besta árangurinn af þeim sem keppa. Aníta Hinriksdóttir á langbesta árangurinn í 800 metra hlaupi kvenna og næstbesta árangurinn í 1.500 metra hlaupi kvenna. Jónas lítur einnig á keppnina í ár sem góðan undirbúning fyrir næsta ár þar sem íslenska liðið getur ekki fallið. „Þetta verður, að ég tel, næst haldið í Danmörku. Það verður mun betra fyrir okkur; styttra ferðalag og vinalegra umhverfi. Krakkarnir fá þarna mjög gott tækifæri til að miða sig við suma af þeim bestu í heiminum,“ segir Jónas, en á meðal keppenda er Ólympíu- og Evrópumeistarinn í sleggjukasti, Kriztián Pars frá Ungverjalandi Frjálsar íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
„Ferðalagið var langt þannig að við vorum ansi þreytt þegar við mættum hálf tvö í nótt [fyrrinótt],“ segir Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttadrottning frá Akureyri, í samtali við Fréttablaðið um ferðalag íslenska landsliðsins til Stara Zagora í Búlgaríu. Þar hefur landsliðið keppni í 2. deild Evrópumóts landsliða í dag, en Ísland komst upp úr 3. deildinni í fyrra eftir glæsilegan árangur í Georgíu. Hafdís var lykilmaður í því liði og raðaði inn stigum í stökkum sem hlaupum. Hún keppir í boðhlaupum, langstökki og þrístökki fyrir Ísland um helgina. „Veðrið er rosalega gott og allt lítur bara vel út hérna. Hitastigið er flott og svo er sól á köflum. Það fer mjög vel um okkur,“ segir Hafdís um aðstæðurnar, en í fyrra voru þær vart boðlegar í Georgíu.Var svolítið stressuð Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, sá til þess að Ísland getur ekki fallið úr 2. deildinni í ár, en tillaga hans um fjölgun var samþykkt á síðasta þingi evrópska sambandsins. Það var þó löngu kominn tími til enda tólf lið bæði í úrvalsdeildinni og 1. deildinni. „Það er rosalega þægileg tilfinning að vita að við getum ekki fallið niður, jafnt fyrir nýliða sem okkur gamla fólkið,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð fyrir keppninni þegar ég sá hversu sterkir keppendur eru hérna, en það er líka gott að vera með smá stress í sér. Við erum samt öll orðin rólegri.“ Hafdís segir það gera mikið fyrir liðið að geta ekki fallið og keppnin í ár sé góður undirbúningur fyrir 2. deildina að ári. „Vonandi náum við bara að vera með sterkara lið á næsta ári,“ segir Hafdís sem getur látið sig dreyma um að komast á pall í langstökkinu. Hún þarf þó kannski að bæta Íslandsmetið sitt til þess. „Það er bara flott. Maður gerir bara sitt besta með smá pressu á bakinu. Árið byrjar vel hjá mér og vonandi heldur það bara áfram,“ segir Hafdís.Ögrun að taka þátt Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri FRÍ, veit vel hversu erfitt verkefnið er fyrir íslenska liðið enda að keppa á móti stórþjóðum í frjálsíþróttum á borð við Króatíu, Ungverjaland og sterkt lið Dana. „Það er ögrun fyrir okkar fólk að taka þátt í þessu móti. Það eru fáar veikar greinar hjá öðrum þjóðum og okkar veikleikar koma verulega í ljós,“ segir Jónas við Fréttablaðið, en í sumum greinum eins og stangarstökki og hástökki er Ísland mun aftar heldur en keppinautarnir um helgina. „Spjótkastið og 800 metrar kvenna eru okkar sterkustu greinar,“ bætir Jónas við. Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir „eiga“ bæði að vinna spjótkastskeppnina en þau eiga besta árangurinn af þeim sem keppa. Aníta Hinriksdóttir á langbesta árangurinn í 800 metra hlaupi kvenna og næstbesta árangurinn í 1.500 metra hlaupi kvenna. Jónas lítur einnig á keppnina í ár sem góðan undirbúning fyrir næsta ár þar sem íslenska liðið getur ekki fallið. „Þetta verður, að ég tel, næst haldið í Danmörku. Það verður mun betra fyrir okkur; styttra ferðalag og vinalegra umhverfi. Krakkarnir fá þarna mjög gott tækifæri til að miða sig við suma af þeim bestu í heiminum,“ segir Jónas, en á meðal keppenda er Ólympíu- og Evrópumeistarinn í sleggjukasti, Kriztián Pars frá Ungverjalandi
Frjálsar íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti