Margrét Rósa hélt upp á afmælið sitt með sínum besta landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 14:00 Margrét Rósa fékk afmælissöng og rós eftir leik í gær. vísir/facebook Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið. Aðrar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira