Kia Gullhringurinn í júlí Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 14:39 Úr fyrri Gullhringskeppni. Kia Gullhringurinn er ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins og var fyrst haldin árið 2012. Keppnin er haldin á Laugarvatni og hjólað um margar þekktustu náttútuperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli. Keppnin í ár verður haldin 11. júlí n.k. Mottó Gullhringsins er: ,,Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir”. Hægt er að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað Kia Gullhringinn sem og nýliðar í sportinu, en þeir hafa margir hverjir notað Kia Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlegu innkomu sína í sportið.Hjólað að kveldi í ár Keppendur koma saman við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni klukkutíma fyrir ræsingu. Fimmtán mínútúr fyrir ræsingu hjóla þeir uppá þjóðveg og eru keppendur í öllum stigunum ræstir með örstuttu millibili. Í ár hafa verið gerðar smá breytingar í samvinnu við Vegagerðina en nú í sumar verða keppendur ræstir kl. 18 og verður hjólað inn í kvöldið. Þegar keppendur koma í mark er þeim boðið í dýrindis kjötsúpu og svo í Fontana laugarnar á meðan húsrúm leyfir en síðan er opið í laugina á Laugarvatni í íþróttamiðstöðinni fyrir þá sem komast ekki að í Fontana. Skráning er á www.kiagullhringurinn.is en 3 vegalengdir eru í boði, 106 km, 63 km og 48 km og þátttökugjald 6.900 kr. Kia eigendur munu fá frítt fyrir sig og einn fjölskyldumeðlim. Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið
Kia Gullhringurinn er ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins og var fyrst haldin árið 2012. Keppnin er haldin á Laugarvatni og hjólað um margar þekktustu náttútuperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli. Keppnin í ár verður haldin 11. júlí n.k. Mottó Gullhringsins er: ,,Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir”. Hægt er að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað Kia Gullhringinn sem og nýliðar í sportinu, en þeir hafa margir hverjir notað Kia Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlegu innkomu sína í sportið.Hjólað að kveldi í ár Keppendur koma saman við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni klukkutíma fyrir ræsingu. Fimmtán mínútúr fyrir ræsingu hjóla þeir uppá þjóðveg og eru keppendur í öllum stigunum ræstir með örstuttu millibili. Í ár hafa verið gerðar smá breytingar í samvinnu við Vegagerðina en nú í sumar verða keppendur ræstir kl. 18 og verður hjólað inn í kvöldið. Þegar keppendur koma í mark er þeim boðið í dýrindis kjötsúpu og svo í Fontana laugarnar á meðan húsrúm leyfir en síðan er opið í laugina á Laugarvatni í íþróttamiðstöðinni fyrir þá sem komast ekki að í Fontana. Skráning er á www.kiagullhringurinn.is en 3 vegalengdir eru í boði, 106 km, 63 km og 48 km og þátttökugjald 6.900 kr. Kia eigendur munu fá frítt fyrir sig og einn fjölskyldumeðlim.
Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið