Íslenski boltinn

Goðsögnin Gummi Ben í næsta þætti | Sjáðu stikluna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Benediktsson er næsti maður sem fjallað verður um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þátturinn er frumsýndur á föstudögum klukkan 21.00.

Gummi Ben er svo sannarlega einn af bestu leikmönnunum í sögu efstu deildar, en hann spilaði 237 leiki með Þór, KR og Val og skoraði í þeim 57 mörk.

Þrátt fyrir að vera mikið meiddur varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari á sínum ferli.

Þá var Gummi Ben kjörinn leikmaður ársins 1999 þegar KR vann titilinn í fyrsta skipti í rúm 30 ár. Liðið varð einnig bikarmeistari það ár.

Hér að ofan má sjá stikluna fyrir þáttinn sem enginn fótboltaáhugamaður má missa af.

Þættir sem búnir eru:

Ingi Björn Albertsson

Ragnar Margeirsson

Pétur Ormslev

Hörður Magnússon

Guðmundur Steinsson

Ólafur Þórðarson

Þættir sem eftir eru:

Guðmundur Benediktsson

Sigursteinn Gíslason

Steingrímur Jóhannesson

Tryggvi Guðmundsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×