Það ekki vel hjá Íslandi í tvíliðakeppninni í borðtennis á Smáþjóðaleikunum í dag en íslensku pörin töpuðu öllum fjórum leikjum sínum.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í TBR-húsinu í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
Sjá einnig: Bylting að fá dúkinn.
Guðrún G. Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir byrjuðu á því að tapa fyrir pari frá Svartfjallandi, 3-0, og lutu svo í lægra haldi fyrir Mónakó, 3-0.
Það gekk ekki betur í karlaflokki. Þeir Daði Freyr Guðmundsson og Magnús K. Magnússon töpuðu báðum leikjum sínum; 3-0 fyrir Svartfjallalandi og 3-0 fyrir Lúxemborg.
Rýr uppskera í borðtennis-keppninni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
