Sport

Svartfellingar of sterkir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið fagna stigi í kvöld.
Íslenska liðið fagna stigi í kvöld. mynd/ólöf sigurðar
Íslendingar mættu Svartfellingum í blaki kvenna í kvöld. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið fyrstu tvo leiki sína. Íslendingar unnu Liechtenstein og San Marínó og Svartfellingar báru sigurorð af San Marínó og Lúxemborg. *

Sjá einnig: Íslensku stelpurnar með 100% árangur.

Íslensku stelpurnar byrjuðu vel og voru yfir 8-7 þegar flautað var í fyrsta tæknihlé. Þá small sóknarleikurinn hjá Svartfellingum sem íslenska liðið átti fá svör við.

Í öðru tæknihléi voru Svartfellingar yfir 16-10. Fyrirliði Svartfellinga, Tatjana Bokan, gerði íslensku stelpunum lífið leitt með sóknum úr afturlínu sem smullu í gólfið trekk í trekk. Hrinan endaði 25-13 fyrir Svartfellingum.

Svartfellingar voru yfir 8-1 í fyrsta tæknihléi annarrar hrinu. Þær stungu íslensku stelpurnar af og unnu hrinuna 25-13, líkt og fyrstu hrinu. Leikmenn íslenska liðsins komu ákveðnari til leiks í þriðju hrinu og var jafnt 2-2 og 3-3. Í tæknihléi voru Svartfellingar 8-5 yfir.

Íslenska liðið átti ágætis spretti, en há- og lágvarnir Svartfellinga hleyptu engu í gólfið. Svartfellingar unnu þriðju hrinu 25-18 og leikinn þar með 3-0.

Stigahæst í íslenska liðinu var fyrirliðinn Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, með 8 stig. Fyrirliði Svartfellinga, Tatjana Bokan var með 19 stig.

Ísland mætir Lúxemborg í lokaleik sínum á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×