Íslenski boltinn

Víkingar vildu vítaspyrnu á 90. mínútu | Sjáðu atvikið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Víkingur er án sigurs í síðustu sex leikjum í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 1-0 tap á heimavelli gegn toppliði FH í sjöundu umferð deildarinnar í gær.

Bjarni Þór Viðarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar í netið af stuttu færi.

Víkingar fengu sín færi í leiknum og skutu bæði í slá og stöng í seinni hálfleik, en á 90. mínútu vildu heimamenn fá vítaspyrnu.

Viktor Bjarki Arnarsson vann Þórarinn Inga Valdimarsson í skallaeinvígi rétt fyrir utan teig FH og barst boltinn á varamanninn Atla Fannar Jónsson.

Atli tók á sprett með boltann en var umkringur þremur FH-ingum. Kassim Doumbia réðst til atlögu og féll Atli Fannar í baráttunni við miðvörðinn öfluga.

Víkingar vildu meina að hann hefði ýtt við Atla Fannarri, en Erlendur Eiríksson sagði honum einfaldlega að standa á fætur.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×